Súlur krakkahlaup verður haldið í Kjarnaskógi föstudaginn 30. júlí kl. 17:30. Um er að ræða viðburð fyrir krakka á aldrinum 3-12 ára sem fá að spreyta sig á stígunum í Kjarnaskógi.
Vegalengdir og aldursflokkar
-
3-6 ára: lítill hringur á grasinu
-
6-8 ára: 500m hringur
-
8-10 ára: 800m hringur
-
10-12 ára: 1000m hringur
Ræst verður á túninu fyrir ofan Kjarnakot.
Að hlaupi loknu fá keppendur pylsur og Svala í boði Kjarnafæði og Greifans.
Skráning verður á staðnum frá 16.30 - 17:15.
Frítt er í hlaupið.
Viðburðurinn er styrktur af Viðburða- og vöruþróunarsjóði Akureyrarbæjar.