Skráning

  1. Við skráningu skal a.m.k. koma fram fullt nafn, kyn, fæðingarár eða kennitala, ríkisfang, netfang og símanúmer. 
  2. Neyðarupplýsingar: tengiliður, símanúmer tengiliðs, blóðflokkur, lyfjaofnæmi.

  3. Aldurstakmark í 28 km og 55 km er 18 ár (fæðingarár gildir). Yngri hlauparar geta fengið undanþágu gegn leyfi foreldra/forráðamanna (eyðublöð verða send þeim foreldrum/forráðamönnum sem þess óska)

  4. Þátttökugjald er innheimt í einu lagi við skráningu í hlaupið.
     

Skilmálar um þátttökurétt

Ekki er hægt að flytja skráningu milli ára. Ekki er leyfilegt að selja öðrum skráningu. Leyfilegt er að breyta um nafn skráningar þar til allt að 14 dögum fyrir hlaupið. Skráður þátttakandi er ábyrgur fyrir hlaupanúmeri og öðrum gögnum sem honum hefur verið úthlutað og er honum ekki heimilt að láta það öðrum í té, til þátttöku í hlaupinu. Sá sem hleypur með númer sem ekki er skráð á hann af mótshaldara er ekki gildur þátttakandi.
 

Endurgreiðsla

Þátttökugjöld er hægt að fá endurgreidd að fullu fyrir 1.júní. Frá 1.júní -1.júlí er 50% af þáttttökgjaldinu endurgreitt. 

Ef mótshaldari þarf að aflýsa hlaupinu með stuttum fyrirvara vegna náttúruhamfara, veðurs, heimsfaraldurs eða annarra ófyrirsjáanlegra ástæðna, mun þátttökugjald verða endurgreitt að fullu fyrir þá sem þess óska. 

Tímataka og úrslit

Tímataka verður með tímatökuflögum og að auki er stuðst við myndbandsbúnað í marki. Byssutími gildir í úrslitum fyrstu þriggja karla og kvenna en úrslit sem birt verða eru flögutími. 

 

Umhverfisvernd

Óheimilt er með öllu að kasta frá sér rusli á leiðinni og algjört bann er við losun mannlegs úrgangs utan salernis. 

Hlauparar verða að vera með sín eigin glös eða brúsa til að nota á drykkjarstöðvum. Hlaupahaldari verður ekki með einnota pappaglös á drykkjarstöðvum.

Reglur sem lúta að öryggi þátttakenda

Þátttakendur tryggja að þeir séu líkamlega og andlega hæfir og með nægan undirbúning að baki til að hlaupa þá vegalengd sem þeir hafa skráð sig í. Þátttakendur þurfa að hafa hlaupanúmer sýnilegt að framan. Þátttakendur sem neyðast til að hætta í hlaupinu á miðri leið vegna veikinda eða meiðsla, er skylt að gefa sig fram við starfsmenn hlaupsins.

 

Réttur mótshaldara

Mótshaldari er ekki ábyrgur fyrir utanaðkomandi áhrifum á hlaupara. Það á við um veður, náttúruhamfarir, umferð fólks og farartækja eða annað óvænt sem getur haft áhrif á þátttakendur.

Mótshaldari getur:

  • afskráð og stöðvað þátttakanda sem ekki er í eða með skyldufatnað eða á annan hátt ekki búinn sem hæfir aðstæðum.

  • afskráð þátttakanda sem skapar hættu fyrir sjálfan sig og/eða aðra.

  • vísað frá keppni hverjum þeim sem fara ekki eftir reglum hlaupsins.

Mótshaldari er ekki ábyrgur fyrir veikindum eða slysum þátttakenda, til og frá mótsstað og meðan á hlaupi stendur. Þátttakendur eru hvattir til að leita aðstoðar starfsmanna hlaupsins ef slys eða veikindi koma upp.

Þátttakendur eru alltaf á eigin ábyrgð þrátt fyrir að þeir þiggi aðstoð starfsmanna hlaupsins.

Mótshaldari áskilur sér rétt til að aflýsa hlaupinu með stuttum fyrirvara vegna náttúruhamfara, veðurs, heimsfaraldurs eða annarra ófyrirsjáanlegra ástæðna sem geta skapað hættu fyrir þátttakendur og starfsmenn.

Kærur

Þátttakendur sem telja að á sér hafi verið brotið geta lagt fram kæru til mótshaldara.

Kæra þarf að berast skriflega til hlaupstjóra innan við 45 mín eftir að þeir sem koma að kærunni koma í mark. 

Kæra vegna heildarúrslita í karla- og kvenna flokki þarf að berast í síðasta lagi 1 klst. eftir að síðasti hlaupari kemur í mark.

Hlaupastjóri úrskurðar á staðnum eftir að hafa rætt við þá sem hlut eiga að máli.

* mótshaldari áskilur sér rétt til breytinga á reglum án fyrirvara